Frí sending á næsta afhendingarstað Dropp ef verslað er fyrir 7500 kr eða meira.

Nýjar vörur

Nýju vörurnar okkar

Það er alltaf gaman að taka á móti nýjum vörum frá Scrub Daddy en það er líka enn skemmtilegra að deila þeim með ykkur öllum. Markmiðið með þessum pósti er að segja ykkur frá öllum þeim vörum sem við vorum að fá og gefa þér, lesandi góður betri skil á því hvað þær gera.

 

 

 Damp duster 

Það sem gerir Damp duster einstakan er að hann þrífur mjög auðveldlega í burtu ryk og önnur óhreinindi. Hann er með rifflaða framhlið sem grípur allt ryk, agnir og óhreinindi í stað þess að leyfa þeim að þyrlast upp og fljúga um allt heimilið. Með því að setja hann undir rennandi vatn skolar þú burtu rykinu, hann verður aftur hreinn og það er hægt að nota hann aftur og afur. Hann kemur í tveimur litum, gulur eða grár. Hentar vel fyrir þá sem eru með mikið ofnæmi fyrir ryki eða dýrahárum.

 

 

 

 


Soap Daddy

Margir hafa séð þessa vöru á TikTok. Soap Daddy er þægilegur hjálpari í uppvaskinu en hann gefur frá sér sápu á tvo vegu. Til að fá sápu úr honum getur þú annað hvort kreist hann eða ýtt Scrub Daddy eða Scrub Mommy ofan á toppinn á Soap Daddy og út kemur hóflegt magn af sápu. Soap Daddy parast fullkomlega með Scrub Daddy uppþvottaleginum okkar.

 

 

 

 

 

 

MicrofiberMicrofiber tuskur

Þetta eru svo kallaðar microfiber tuskur með fjölbreytta eiginleika. Þessar tuskur eru svar Scrub Daddy við ákalli eftir stórum og mjúkum tuskum sem draga verulega í sig. Scrub Daddy Microfiber tuskurnar þrífa, þurrka og hreinsa.

Tuskurnar okkar draga vel í sig og hefur veriðsýnt fram á að tuskurnar hreinsa 99% af óhreinindum á borðinu.

 

 

 

 

 

 Wonder-wash uppþvottalögur

Scrub Daddy uppþvottalögur er fyrsti uppþvottalögurinn sem kemur frá þeim! Við hér hjá Scrub Daddy Ísland erum ótrúlega stolt að geta boðið upp á þennan umhverfisvæna uppþvottalög. Já! Flaskan er búin til úr 100% endurvinnanlegu plasti.

Uppþvottalögurinn er fjölhæfur gæða lögur sem leysir upp fitu og önnur óhreinindu og fer létt með það!

Prófaðu þennan umhverfisvæna uppþvottalög og leyfðu ilmandi appelsínu ilm að leika um heimilið!

 

 

 

 

 

 Lemon fresh Scrub Daddy

Ekki nóg með það að vera báðir gulir, þá er Scrub Daddy Lemon nákvæmlega sami svampurinn og okkar upprunarlegi Scrub Daddy… nema hann gefur frá sér ilmandi sítrónulykt þegar þú notar hann. Undir köldu vatni verður hann stífur og þéttur fyrir þessi erfiðu þrif og í heitu vatni verður svampurinn mjúkur, fullkominn fyrir auðveldari þrif.

 

 

 

 

 

 

Scour Daddy style collection

Scour Daddy er ný tegund af hreinsipúðum. Þessi býr yfir sömu eiginleikum og hinn Scour Daddy nema það er búið að uppfæra útlitið í stílhreinna útlit.

Utan um svampinn er búið að setja hitavarða hlíf sem gefur svampinum aukinn kraft í því að skrúbba á brott brenndar matarleifar, því að hlífin grípur matar leifarnar extra vel. Auk þess er hlífin þakin brosköllum, hvað er ekki hægt að elska við það? Hann hefur einnig sýnt fram á það að virka einstaklega vel á blöndunartæki þar sem kísill og önnur óhreinindi eiga ekki séns og hreinsar ofnskúffur og ofnhurði vel.