Lýsing
Einfalt í notkun! Soap Daddy er þægilegur hjálpari í uppvaskinu en hann gefur frá sér sápu á tvo vegu. Til að fá sápu úr honum getur þú annað hvort kreist hann eða ýtt Scrub Daddy eða Scrub Mommy ofan á toppinn á Soap Daddy og út kemur hóflegt magn af sápu. Soap Daddy parast fullkomlega með Scrub Daddy uppþvottaleginum okkar.
Það helsta um Soap Daddy:
- Auðveld áfylling: Snýrð lokinu og fyllir með þinni uppáhalds sápu eða uppþvottalög
- Þrýstir á toppinn: Settu þægilegt magn af sápu beint á svampinn, tuskuna eða hendurnar með því að þrýsta á toppinn.
- Kreistu Soap Daddy: Sprautaðu sápu með því að kreista hliðarnar líkt og á hefðbundnum brúsa