Frí sending á næsta afhendingarstað Dropp ef verslað er fyrir 7500 kr eða meira.

20 hlutir sem þú vissir ekki að þú getur notað Scrub Daddy í

Scrub Daddy svampurinn er miklu meira en bara venjulegur eldhússvampur. Hann er búinn til með einstakri FlexTexture® tækni, en þessi einstaki þrifasvampur breytir um áferð eftir hitastigi vatnsins sem notað er á hann! 

Í köldu vatni helst hann stífur sem er frábært til að þrífa erfiða bletti eins og brennda pönnu, klístur og sápu. Í heitu vatni verður hann mjúkur og dregur betur í sig vökva, þannig þá er gott að nota Scrub Daddy í léttari þrif sem þarfnast löðrandi sápu og þegar svampurinn þarf að ná á minni staði. 

 

Svampurinn er áhrifaríkur bara með vatni þannig þú getur sleppt hörðum þrifaefnum og þar með minnkað eiturefnin. Síðan er hægt að skola svampinn eftir notkun og þvottavélin sér svo um að djúphreinsa hann ef þú lætur hann í efri þvottagrindina. Með þessu helst svampurinn lyktarlaus í allt að 8 vikur!
Þó svampurinn virðist harður viðkomu (sérstaklega þegar hann er kaldur) þá mun hann ekki skilja rispur eftir sig svo hægt er að nota hann á ýmislegt. Hér að neðan er listi af 20 hlutum sem þú getur notað Scrub Daddy í að þrífa til að fá sem mest út úr litla hjálparanum! 

 

  1. Pottar og pönnur – öruggt er að nota hann á teflon pönnur og eru brenndar matarleifar fljótar að renna af með svampinum.
  2. Límmiðar – notaðu svampinn með köldu vatni til að ná burtu bæði límmuðum og líminu. 
  3. Trjá kvoða – Öruggt er að nota Scrub Daddy á bíllakkið! 
  4. Fersk vörur – notaðu svampinn með heitu vatni til að þrífa vaxið og skítinn af ávöxtunum eða með köldu vatni til að skræla hýðið af kartöflum, gulrótum og gúrkum!
  5. Gluggar – Sama hvort það eru gluggarnir á húsinu þínu eða bílnum þínum þá mun Scrub Daddy skilja rúðurnar eftir glansandi.
  6. Málning – Skrúbbaðu burt flagnandi málninu með þurrum svampinu.
  7. Steypujárnspönnur – Scrub Daddy mun ekki skemma pönnuna og bragðið af henni!
  8. Sundlaugar og heitir pottar – Náðu auðveldlega burt þörungunum og kísilnum án eiturefna.
  9. Ryðfrítt stál – Þrífðu ofninn, örbylgjuna og ísskápinn með svampinum.
  10. Há glös og vasar – stingdu fingrunum i augun á svampinum til að ná alla leið í botninn og í hliðarnar á glösunum þínum eða vösunum, 
  11. Mataráhöld – settu salatskeiðarnar, hnífana og gafflana í munninn á svampinum og þrífðu báðar hliðar í einu.
  12. Girðingar og sólpallurinn – Gamlir Scrub Daddy svampar elska að fá nýtt líf í útiverkunum. 
  13. Flísar og baðherbergisinnréttingar – Sápuleifar eiga ekki roð í Scrub Daddy! Notaðu hann án vandræða á sturtuklefann þinn og sturtuglerið.
  14. Gler helluborð – loksins örugg leið til að þrífa það! Engin þörf á dýrum hreinsiefnum með Scrub Daddy. 
  15. Skrúbba húðina – já, í alvöru! Passaðu þig að nota hann með heitu vatni fyrir mjúkan Scrub Daddy og hægt og rólega minnkaðu hitann eftir þörfum. 
  16. Viður – sama hvort það er skrautviður, húsgögn úr við eða viðargólf, þá þrífur svampurinn hann án þess að skilja eftir sig rispur.
  17.  Skór – geymdu gamlan Scrub Daddy og notaðu til að skrúbba af skítugum skóm. 
  18. Íþróttaáhöld – segðu bless við grasgrænu og mold! 
  19. Hendurnar – notaðu Scrub Daddy með heitu vati til að þrífa skítugar hendur. Hárið á honum getur t.d. verið notað til að þrífa undir nöglunum! 
  20. Bakstursvörur – lögunin og stærðin á svampinum passar akkúrat í bollakökuformið, mæliskeiðarnar og kökuformin! 

 

 

 

Skoðaðu úrvalið af vörum sem Scrub Daddy Ísland býður upp á
Fylgdu okkur á Instagram til að skoða hvað hægt er að nota Scrub Daddy í meira