Sturtuglerið hefur aldrei verið eins hreint

þrífa sturtugler

Húsráð – Svona þrífur þú sturtuglerið þitt

Ef þú ert eitthvað eins og við þá er þetta #&$%# sturtugler aldrei nógu hreint og fínt. Það eru auðvitað margar leiðir til að þrífa sturtugler og gera það eins og nýtt en í þessum pósti ætlum við að segja ykkur frá aðferð sem við fengum senda og vonum við hjá Scrub Daddy teyminu að þessi aðferð við að þrífa sturtuglerið reynist ykkur jafn vel og hún reyndist okkur.

 

daddy eraser að þrífa sturtuglerið

 

  1. Til að drepa kísil og fleira sem hefur safnast á glerið er fínt að nota eitthvað súrt. Þetta getur verið allt frá því að nota sprey eins og Pink Stuff, Ajax eða jafnvel gamla góða edikið, einhverjir hafa jafnvel bent á að nota sítrónu eins og fyrirtækið Hreint gerir. Fínt er að láta spreyið liggja á í 10-20 mín áður en hafist er handa við að skrúbba.
  2. Þegar spreyið er búið að liggja á í þann tíma sem þú telur hæfilegt dregur þú fram Eraser Daddy og byrjar að vinna á mesta kísilnum. Eraser Daddy er einskonar strokleður sem getur unnið ágætlega á kísill eða öðrum óhreinindum. Hér er erfitt að segja nákvæmlega til um hversu mikið þú þarft að nudda, það fer allt eftir því hversu skítugt þitt sturtugler er.
  3. Nú er ágætt að skola sturtuglerið áður en þú byrjar á skrefi 3. Skref 3 er að draga fram Power paste hreinsikremið og dreifir jafnt og þétt úr því yfir allt sturtuglerið. Þú getur notað annað hvort Scrub Daddy eða Scrub Mommy. Ef að sturtuglerið þitt er mjög skítugt þá er kannski betra að nota Scrub Daddy því hann verður stífari en Scrub Mommy þegar hann fer undir kalt vatn. Nuddaðu af öllum lífsins sálarkröftum.
  4. Skref 4 getur ollið töluverður fjaðrafoki og eru skiptar skoðanir á því en mælt er með því að láta kremið liggja aðeins á sturtuglerinu. Það eru ekki allir sem eru sammála því að láta eitthvað liggja á sturtuglerinu eftir að hafa þrifið það og leyfum við þér því að ráða.
  5. Skola með köldu vatni. Því næst skaltu taka Scrub Mommy, bleyta hana vel og nota svamp hliðina á henni til að nudda sturtuglerið og reyna að taka allar agnir af hreinsikreminu sem gætu legið eftir á sturtuglerinu.
  6. Til að leggja loka höndina á þrifin er ágætt að renna yfir glerið með annað hvort tusku eða sköfu. Við að sjálfsögðu mælum með microfiber tuskunum okkar 😀

 

Við vonum svo innilega að þetta gagnist þér og að sturtuglerið þitt sé hreint og fínt eftir þessi þrif.

Hvernig gagnaðist þetta þér? Deildu því með okkur á Instagram.

 

Til að við halda sturtuglerinu mælum við með því að geyma alltaf Scrub Daddy eða Scrub Mommy í sturtunni og þrífa sturtuglerið reglulega á meðan þú ert í sturtunni. Það mun hjálpa helling að halda sturtuglerinu fínu og hreinu.