Blogg: Hvaða svamp er best að velja?
Þar sem Scrub Daddy fjölskyldan á Íslandi virðist sífellt að stækka, skiljum við hversu yfirþyrmandi það getur verið að vita hvaða vörur ættu að verða fyrir valinu. Allt frá skrúbbum til svampa og tvíhliða skrúbba til töfrasvampa, vöruúrvalið er endalaust og þær gagnast í allskonar mismunandi þrif. Við höfum sett saman ofureinfalda handbók til að hjálpa þér að finna réttu vöruna fyrir þig.
Scrub Daddy
Hentar í: kröftugt skrúbb í köldu vatni, létt þrif á borðplötum í heitu vatni, fjarlægja límmiðaleifar, uppvask.
Kostir: Þú stjórnar skrúbbkraftinum. Scrub Daddy er mjúkur, samþjappanlegur og dregur vel í sig þegar hann er bleyttur í heitu vatni. Í köldu vatni er hann stífur og getur fjarlægt erfiðar matarleyfar eða bletti án þess að þurfa að nota sterk hreinsiefni. Má nota á mörg mismunandi yfirborð, þar á meðal gler, viðloðunarfría (non-stick) húðun, granít, keramik, við og ryðfrítt stál. Við höfum gert prófanir svo þú þarft ekki að gera það. Matarleyfar skolast úr svampinum með nokkrum kreistum undir volgu rennandi vatni. FlexTexture® efnið þornar innan klukkustundar svo það myglar ekki og heldur ekki í sér lykt í allt að 8 vikur. Fljótlegt að þrífa báðar hliðar á hnífapörum og áhöldum í einni hreyfingu. Með því að halda í augun á svampinum pabba er auðveldara að ná á erfiða staði án þess að festa svampinn. Hringlaga lögunin gerir þér kleift að þrífa bæði hliðar og botn íláta á sama tíma.
Scrub Mommy
Hentar í: að skrúbba og þurrka burt sápuskán á baðherberginu, myndar auðveldlega froðu í uppvaskinu, skrúbbar og þrífur ofninn.
Kostir: FlexTexture® hliðin á svampinu verður stíf í köldu vatni sem gefur meiri skrúbbkraft. Í heitu vatni mýkist hliðin og hentar vel í léttari þrif. ResoFoam® hliðin á svampinum dregur 6x betur í sig en hefðbundnir svampar, nær fram 60% meiri sápulöðru, auk þess að vera lyktar- og blettaþolin. Lögun Scrub Mommy gerir svampinn meðfærilegan og auðveldan í notkun. Notaðu augun til að ná gripi sem auðveldar þrifin í botninum í háum glösum, kaffikönnum og pottum. Brosið þrífur báðar hliðar áhalda og hnífapara í einni auðveldri hreyfingu.
Scour Daddy
Hentar í: að skrúbba burtu fasta bletti, nudda fastar matarleyfar af pönnum, þrífa keramikhelluborð.
Kostir: sterkt innra lag dreifir þrýstingnum á áhrifaríkan hátt, 32% þykkari, 65% sterkari og dregur í sig 64% meira vatn en hefðbundnir svampar, mjúkur í heitu vatni, stífur í köldu vatni, kemur í mismunandi litum sem er hægt að nota til að skipta á milli rýma , auðvelt að skola matarleyfar úr svampinum, rispufrír á viðloðunarfríar (non-stick) pönnur, lykkja til að henga svampinn upp og leyfa honum að þorna hraðar.
Sponge Daddy
Hentar í: uppvaskið, þrífa keramik helluborð, fjarlægja sápuleyfar af eldhúsinnréttingum, skrúbba flísar og fúgu.
Kostir: rispar ekki yfirborð, mjúkur í heitu vatni, þéttur í köldu vatni, dregur bleytu 6x betur í sig en hefðbundnir svampar, margir litir sem auðvelda að litakóða þrif milli rýma, ResoFoam® svampurinn helst mjúkur jafnvel þegar hann er þurr, skolast hreinn með vatni, freyðir sápur vel.
Eraser Daddy 10x
Hentar í: fjarlægja för og rispur af veggjum og gólflistumi, nær skósólum aftur hvítum.
Kostir: Þrí-samsetta strokleðrið okkar er framleitt öðruvísi en hefðbundið melamín. Útkoman? Sterkt strokleður sem endist í raun tífalt lengur en önnur á markaðnum. Bakhlið úr sérstökum Scrub Daddy svampi bætir uppbyggingu og eykur fjölhæfni. Notaðu bakhliðina til að skrúbba yfir gróft yfirborð eða leyfar áður en þú notar strokleðrið eða einfaldlega tækla hina hlutina á verkefnalistanum þínum sem þarfnast rispulauss skrúbbs. Blanda af FlexTexture gimsteinum í hverju strokleðri eykur skrúbbkraftinn. Notaðu 10x á svæðum sem allskonar óhreindindi hafa tilhneigingu til sitja fast t.d. á baðherberginu. Náðu aftur fram ljómanum á flísum, postulíni og gleri.
Style Collection
Style línan okkar hefur alla sömu eiginleika og svamparnir sem þú þekkir og elskar en bara í nýjum gráum lit sem er í stíl við tískuliti sem eru á mörgum heimilum.
Hvaða meðlimur Scrub fjölskyldunnar úr vöruhandbókinni er þinn uppáhalds? Endilega deildu því hvernig þú notar þínar vörur á með okkur á Instagram!