Lýsing
Daddy Caddy er besti vinur Scrub Daddy því hann styður alltaf við bakið á honum, bókstaflega! Þessi hjálpsami hjálpari er sniðug lausn því að þú getur fest hann á flest öll slétt yfirborð og þannig hengt uppáhalds svampinn þinn á Daddy Caddy. Svampurinn þornar því hraðar sem kemur í veg fyrir bakteríu myndun í brosmildasta svampinum.
Það helsta um Daddy Caddy:
- Pláss fyrir einn Scrub Daddy eða Scrub Mommy svamp
- Þornar hraðar
- Kemur í veg fyrir bakteríu myndun
- Festist við slétt og glans yfirborð eins og flísar eða vask úr ryðfríu stáli
- Falleg leið til að hafa Scrub Daddy eða Scrub Mommy til sýnis í vaskinum
Liggur svampurinn þinn alltaf í polli eftir að þú notar hann? Er hann alltaf blautur þegar þú þarft að nota hann? Með Daddy Caddy er það vandamál úr sögunni! Svampur sem er látinn liggja blautur er gróðrarstía fyrir bakteríur. Við mælum innilega með því að nota Caddy Daddy til að leysa það vandamál – svo er það bara svo krúttlegt að horfa á Scrub Daddy hanga fallega í vaskinum.
Þú getur geymt einn í eldhúsvaskinum og annan tilbúinn í sturtunni þegar þú þarft að skrúbba sturtuna eða sturtuglerið.