Lýsing
Væntanlegur 24. Maí!
Hefur þú hitt alvöru ofurhetju? Ef ekki þá ættir þú að kynnast BBQ Daddy… hann kemst eins nálægt því að vera ofurhetja og hægt er.
Ímyndaðu þér þetta: Þú ert að fara að grilla á heitum sumardegi (eða köldum vetrardegi því við Íslendingar elskum að grilla alla daga ársins). Grillið er skítugt en örvæntaðu ekki, þú ert með BBQ DADDY!
Þú einfaldlega setur hann í kalt vatn og skellir beint á grillið. Hitinn frá grillinu og töfrarnir í BBQ Daddy gera það að verkum að þú átt svo auðvelt með að skrúbba burtu óhreinindin og með hverri stroku ferðu dýpra og dýpra og gjörsamlega rústar þessum fordæmalausu og samviskulausu óhreinindum sem hafa legið á grillinu í alltof langan tíma. Eftir þetta verk máttu búast við hrósi frá nágrönnunum og símtali frá Nóbelsverðlaunum sem vilja sæma þig heiðursorðu. Hversu frábær er BBQ DADDY?
Ekki sætta þig við meðalmennsku þegar þú getur fengið það besta!
BBQ Daddy fylgir sömu formúlu og hinir hefðbundnu Scrub Daddy svampar, það er að verða mjúkur í heitu vatni en gjörsamlega grjótharður í köldu vatni, öfugt við hina hefðbundu grill pabba! Hann er því fullkominn á heitum sumardegi og jafnvel enn betri á köldu vetrarkvöldi þegar þú þarft heldur betur að skrúbba. Hversu fjölhæfur getur einn grillbursti verið??
Hættu að grilla á óhreinu grilli
- Scrub Daddy setur alltaf öryggið á oddinn og þú ættir að gera það líka: Engar agnir eða flísar sem losna og geta valdið miklu tjóni! Eina sem losnar er stressið og áhyggjurnar af skítugu grilli er þú skrúbbar og skrúbbar eins og enginn sé morgundagurinn!
- Gerðu nágrannana, vini, vandamenn og óvini öfundssjúka með því að eiga þitt eigið leynivopn gegn óhreinu grilli!
- Þarftu auka kraft í skítuga grillið? Það er búið að setja sköfu á toppinn ásamt skemmtilegu handfangi sem þú getur stillt í allar áttir, vinstri eða hægri, upp og niður. Með handfanginu getur þú gripið fastar um Daddy og skrúbbað almennilega.
- EN BÍDDU! Það er meira… það er óvæntur eiginleiki á BBQ sem gerir þig að stjórstjörnu í næsta grillpartý, brúðkaupi, strætóferð eða jafnvel næstu skírn! Já… kannstu við að vera í algjörri neyð í leit að flöskuopnara? Leitaðu ekki lengra, það er innbyggður flöskuopnari á BBQ daddy. VÁ!
- Til að toppa allt: Þá fylgir útgradaganlegur krókur þannig að þú getur notað BBQ Daddy í að lyfta skítugum grindum eða hengja hann upp og gefa Daddy verðskuldaða hvíld!
Ekki missa af því að eignast grillbursta framtíðarinnar!
Var þessi texti hér að ofan ekki að sannfæra þig um að BBQ Daddy sé ofurhetja allra grillbursta? Næsta skrefið í þróun alls þess sem heitir að RÍFA sig í gegnum óhreinindin á grillinu?
Skoðaðu þá Tiktok: https://www.tiktok.com/discover/bbq-daddy-tool
Þúsundir myndbanda af ánægðum Daddy fjölskyldumeðlimum!
*væntanlegur til landsins um miðjan september.