Lýsing
Scrub Daddy er vinsælasta og söluhæsta Shark Tank vara allra tíma. Það sem gerir Scrub Daddy svampinn einstakan er sérstök tækni sem við erum með einkaleyfi á. Hún heitir ,,FlexTexture” og hún gerir það að verkum að svampurinn aðlagar sig að þrifunum. Undir köldu vatni verður hann stífur og þéttur fyrir þessi erfiðu þrif og í heitu vatni verður svampurinn mjúkur, fullkominn fyrir auðveldari þrif. Scrub Daddy fæst í mörgum litum eftir því í hvaða verk þú villt nota hann. Hafðu mismunandi liti eftir því hvar þú ert að þrífa.
Þessi er grænn.
Það helsta um Scrub Daddy:
- Það er hægt að skola allar agnir úr honum, hann lyktar ekki og auðvelt að hreinsa hann með vatni einu saman
- Augun eru handföng og auðvelt að halda á honum
- Munnurinn þrífur báðar hliðar á hnífapörum í einni stroku
- Má setja í efri grindina á uppþvottavél
- Rispar ekki yfir 20 mismunandi yfirborð*
- Breytir um áferð og aðlagar sig að mismunandi þrifum.
- Notaðu mismunandi liti eftir því hvað þú ert að þrífa – Til dæmis einn svampur fyrir baðherbergi, annan fyrir vask og svo framvegis.
HVERNIG SKAL ÞRÍFA | Til að sótthreinsa og þrífa Scrub Daddy vel, settu svampinn í efstu hillu uppþvottavélarinnar eða bleyttu hann örlítið og settu í örbylgjuofninn í 1 mínútu.
Þessi einstaki svampur býr yfir þeim hæfileika að þrífa vel eingunis með vatni, þannig að þú getur sleppt öllum sterkum þrifefnum og um leið minnkað notkun eiturefna á þínu heimili. Plús, svampurinn hefur farið í gegnum prófanir og hefur Scrub Daddy sannað að það kemur engin vond lykt af honum í allt að 8 vikur. Þrátt fyrir að svampurinn virki harður viðkomu (sérstaklega í köldu vatni) þá rispar hann ekki sem gerir hann virkilega nothæfan og besta þrifafélaga heimilisins!
Við mælum með að þið skoðið bloggið okkar ,, 20 hlutir sem þú vissir ekki að Scrub Daddy gerir” til að þú getir notað þennan þrifafélaga á sem allra besta máta!
Scrub Daddy er svampur margra hæfileika og algjör þúsundþjalasvampur. Einn af hans hæfileikum er að rispa ekki yfirborð. Scrub Daddy hefur farið í gegnum ýmsar rannsóknir og prófanir til að sýna fram á að ,,FlexTexture” tæknin rispi ekki.
*Rannsóknir sýna fram á að hann rispi ekki eftirfarandi yfirborð: Akrýl, ál, bíla lakk, cast iron pönnur, keramik, króm, kopar, kristal, glerung, trefjagler, gler, granít, leður, kalkstein, marmara, klísturlausa húðun, olíu nuddað brons, kopar, postulín, sápustein, ryðfrítt stál, travertín, vínyl, tré og kvars. Til að vera öruggur er mælt með að prófa svampinn fyrst á minna yfirborði.