Frí sending á næsta afhendingarstað Dropp ef verslað er fyrir 7500 kr eða meira.

Saga Scrub Daddy í máli og myndum!

  • 2006:

    Upphafið

    About Scrub Daddy

    Aaron Krause var 37 ára gamall og rak alþjóðlegt framleiðslufyrirtæki. Meðalvinnudagur þýddi að sinna pappírsvinnu á skrifstofunni og sinna viðgerðum á búnaði. Óhreinar hendur voru daglegt brauð, og hann var orðinn þreyttur á einu leiðinni sem hann hafði til að þvo sér (vara sem heitir GOJO). Með því að nota 14 ára reynslu sína við að búa til urethan svampa, fór Aaron í það verkefni að finna upp betri leið til að þrífa hendurnar.

  • 2007:

    Einkaleyfi & neikvæð viðbrögð

    About Scrub Daddy

    Sérhannaður fjölliða svampur reyndist vera hin fullkomna lausn. Reyndar virkaði það svo vel að Aaron vissi að hann gæti ekki setið á þessu bara fyrir sig sjálfan. Hann fékk einkaleyfi á hönnuninni sem var hringlótt í laginu, rifin á annarri hliðinni og með tveimur götum sem voru skorin út úr miðjunni. Hann byrjaði að markaðssetja handskrúbbinn til verkstæða þar sem hann fékk neikvæð viðbrögð. Þeim fannst varan ónauðsynleg og of dýr. Án stuðnings markhópsins átti Aaron ekki annarra kosta völ en að gefast upp á hugmyndinni, henda gula svampinum í kassa og skrifa stafina R-U-S-L (S-C-R-A-P) utan á hann.

  • 2011:

    Brosið fæðist!

    Það var komið haust og garðhúsgögnin þörfnuðust þrifa. Aaron byrjaði að nota hefðbundinn tvíhliða svamp en hann rispaði strax málninguna. Hann ákvað að prófa gamla gula svampinn sem hafði legið í geymslu og bara safnað ryki. Það virkaði sláandi vel og rispaði ekki neitt! Aaron hélt áfram að þrífa og tók eftir því að kuldanum varð til þess að áferðin á svampinum breyttist og hann varð stífari. Stífleikinn gerði það að verkum að hann gat skrúbbað fastar. Í hvert sinn sem hann dýfði svampinum aftur í volgt sápuvatnið varð hann mýkri og aðlagaðist

  • 2012:

    Shark tank þátturinn

    Þrátt fyrir að vera byrjaður að seljast ágætlega gat brosandi hreingerningarsvampurinn samt ekki tryggt sér pláss í hillum verslana. Kvöld eitt þegar Aaron horfði á Shark Tank ABC, áttaði hann sig á því að samstarf við einn af „hákörlunum“ gæti verið lykillinn að því að komast inn í verslanir. Með nýfengið sjálfstraust úr sjónvarpinu ákvað hann að sækja um að komast í þáttinn. Eftir 3 langa mánuði af áheyrnarprufum fóru tökur loksins fram í júlí 2012. Þann 25. október sama ár var Scrub Daddy frumsýndur í seríu fjögur, þætti númer sjö. Kynning Arons sem líkist kynningarauglýsingu vakti athygli hjá einum af fjárfestunum, hugmyndaríka uppfinningamannsins Lori Greiner, sem tryggði sér samstarfssamning við Aaron.

  • 2018:

    Útþensla og innreið í Evrópu

    Fleiri vörur (skjáhreinsir, svampa haldari, árstíðabundnir litir!) og sýnileiki í öllum helstu verslunum Bandaríkjanna (auk nokkurra á alþjóðavettvangi!) þýddi að nauðsynlegt var að stækka höfuðstöðvarnar.

    Evo Lifestyle Products setti Scrub Daddy á markað árið 2017 og er eini dreifingaraðili vörunnar í Bretlandi og Írlandi. Á örfáum árum hefur teymið komið svampinum frá því að vera óþekkt en einstök vara yfir í að verða aðal hreingerningar varan á heimilum um allt Bretland. Sem opinber samstarfsaðili frú Hinch @mrshinchhome hafa Scrub Daddy vörurnar orðið í miklu uppáhaldi fyrir þrif hjá viðskiptavinum. Með ótrúlegri aukningu í framboði á hreingerningavörum í smásöluverslunum á síðasta ári hafa Scrub Daddy vörurnar fljótt orðið ómissandi hjá mörgum.

  • 2020:

    Ísland!

    Árið 2022 byrjaði heildsalan Hreinn Jónsson að flytja Scrub Daddy til Íslands. Markmiðið var að halda áfram góðum vexti vörunnar sem hafði greinilega slegið í gegn á heimsvísu og geta loksins boðið Íslendingum upp á Scrub Daddy á sanngjörnu verði. Hreinn Jónsson ehf er stoltur innflutningsaðili Scrub Daddy og hlökkum við til að geta deilt þessum frábæru og gæða vörum með Íslendingum. Það er margt í pípunum,  bæði hjá Scrub Daddy á Íslandi og á heimsvísu sem er virkilega spennandi að vera partur af. Meira um það síðar.